7.1 C
Selfoss

Leitað að konu á Fimmvörðuhálsi

Vinsælast

Björgunarsveitir af Suðurlandi sinntu fyrir miðnætti í gær, mánudaginn 31. júlí, eftirgrennslan eftir göngukonu sem hélt ekki ferðaáætlun sem hún hafði skilið eftir áður en hún lagði af stað í göngu á Fimmvörðuháls.

Í tilkynningu sem Landsbjörg sendi frá sér eftir miðnætti segir að komið hafi fram upplýsingar sem kalli á að leit hefjist á Fimmvörðurhálsi, af fullum þunga í birtingu og að björgunarsveitir hafi verið boðaðar út í verkefnið.

Uppfært kl. 09:30:

Um átta leytið í morgun fann hópur björgunarsveitafólks frönsku göngufélagana sem leitað hefur verið að síðan í gærkveldi. Ekkert amaði að þeim og fundust þau í Emstru skála á Laugarveginum. Hefur öllum leitarhópum verið snúið til baka.

Nýjar fréttir