1.1 C
Selfoss

Eldfjallamiðstöðin fer vel af stað

Vinsælast

Eldfjallamiðstöðin Lava sem opnaði á Hvolsvelli í síðasta mánuði hefur fengið frábærar viðtökur. Að sögn Ásbjörns Björgvinssonar, mark­­aðs- og sölustjóra, hefur verið mikið rennerí gesta, bæði íslenskra og erlendra frá því hún opnaði.

„Bæði Lava og veitingastað­ur­inn Katla mathús hafa fengið stór­­kostleg ummæli á Trip Advisor. Gestirnir hafa verið að upplifa þetta mjög sterkt. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Ásbjörn.

Nýjar fréttir