11.7 C
Selfoss

Artemis Danslistarskóli fór vel af stað

Vinsælast

Síðastliðið haust hóf Artemis Danslistarskóla starfsemi undir stjórn Guðmundu Pálmadóttur og Ingu Sjafnar Sverrisdóttur. Síðastliðið vor uppskáru nemendur og kennarar með veglegri sýningu. Sýningin bar yfirskriftina „Rauðhetta og Úlfurinn” og var sett á svið í Litla leikhúsinu við Sigtún. Nemendur sem stigu á svið voru á aldrinum 2–12 ára og voru margir að stíga sín fyrstu spor á sviði. Höfundur sýningarinnar var Inga Sjöfn Sverrisdóttir en hún er aðalkennari við skólann. Sýningin var glæsileg í alla staði þar sem skein í gegn metnaður nemenda og dansgleðin réð ríkjum. Sagan klassíska af Rauðhettu og úlfinum fékk alveg nýja mynd.

Stjórnendum skólans langar að koma á framfæri þakklæti sínu til allra sem komu að sýningunni sem og að þakka nemendum kærlega fyrir veturinn. Í tilkynningu segir að þær trúi því að Artemis Danslistarskóli eigi framtíðina fyrir sér og að spennandi tímar séu framundan.

Skráning er hafin fyrir næstu önn skólans sem mun hefjast 5. september. Hægt er að skrá bæði stelpur og stráka á aldrinum 3–13 ára. Kenndur er barnadans fyrir börn á aldrinum 3–5 ára en jazzballett fyrir eldri nemendur.

Í lok sumars verður í fyrsta skipti boðið upp á örnámskeið, fyrir aldurinn 10–14 ára. Í framtíðinni mun skólinn bjóða upp á dansnám fyrir breiðara aldursbil en nú er. Krakkar á aldrinum 10–14 ára eru hvattir til að taka þátt á námskeiðinu þar sem það er tilvalin leið til að kynna sér dansnámið. Takmörkuð pláss eru og því um að gera að skrá sig sem fyrst. Skráning bæði fyrir næstu önn og á sumarnámskeið fer fram í gegnum arborg.felog.is. Upplýsingar um verð og fleira er að finna á facebook síðu skólans; @artemisdanslistarskoli. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á artemisdanslistarskoli@gmail.com.

Nýjar fréttir