9.5 C
Selfoss

Kiriyama family bættist í hópinn

Vinsælast

Hljómsveitin Kiriyama family hefur bæst í hóp þeirra hljómsveita sem koma fram á Laugarvatn Music Festival um helgina, en sveitin sendi frá sér nýja plötu í vor. Þau bætast þar í fjölbreyttan hóp tónlistarmanna. Má þar nefna Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Helga Björnsson ásamt hljómsveit, Júníus Mayvant, hljómsveitina Valdimar, Snorra Helgason, Ylju, Tilbury, Hildi og fleiri. Miðasalan er á tix.is.

Helgi Björnsson sem kemur fram annað kvöld er að klára að ganga yfir að Galtarvita á Vestfjörðunum í dag. Hann snýr til borgarinnar á föstudag og heldur þaðan beint upp í sveit á Laugarvatn. Helgi er í flottu formi og verður í banastuði miðað við yfirlýsingar í útvarpsviðtölum. Helgi sagði í útvarpsviðtölum á þriðjudag að hann hlakkaði mikið til að syngja á Laugarvatni. Festivalið væri innandyra og þannig skipti ekki hvort manni þætti rigningin góð eða vond, það væri bara að mæta og vera í stuði.

Nýjar fréttir