4.9 C
Selfoss

Áfram amma!

Vinsælast

Landsmóti UMFÍ 50+ var slitið í Hveragerði um miðjan dag á sunnudag að lokinni keppni í hinni landsfræga stígvélakasti. Mótið hefur staðið yfir alla Jónsmessuhelgina í Hveragerði og tæplega 600 manns keppt í fjölda greina af ýmsu tagi. Ætla má að rúmlega 1.000 utanbæjarmenn hafi verði í bænum í tengslum við mótið, sem fór afskaplega vel fram.

Stemningin góð og allir fá sér ís. Mynd: Helena.

Sunnudagurinn byrjaði með keppni í þríþraut og þrekkeppni, badminton og fuglagreiningu, að ótöldu stígvélakastinu.

Í stígvélakastinu veitti Kjörís sérstök verðlaun fyrir skemmtilega tilþrif. Ein þeirra hlaut amma sem hlaut mikinn stuðning frá barnabörnum sínum í áhorfendahópnum sem kölluðu hátt: „Áfram amma, amma…!“.

Dagskrákynnir tekur viðtal. Mynd: Helena.

Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið árlega síðan árið 2011. Mótið er fyrir fólk sem verður fimmtugt á árinu og eldri þátttakendur. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.

Nýjar fréttir