-0.5 C
Selfoss

Uppboð á gömlum leiktækjum

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg heldur uppboð á notuðum leiktækjum á Gámasvæði Árborgar við Víkurheiði 4 á Selfossi, föstudaginn 30. júní.

Hægt er að kynna sér ástand tækjanna frá kl. 11:00 og hefst uppboðið stundvíslega kl. 11:30. Meðal annars verður uppboð á notuðum rólusettum, körfuboltaspjöld, klifurgrind og rennibraut. Munir seljast í því ástandi sem þeir eru þegar hamar fellur og ekki er borin ábyrgð á ástandi seldra muna.

Greiðsla söluverðs fer fram við hamarshögg en greiðsluposi verður á staðnum.

Nýjar fréttir