9.5 C
Selfoss

Landsmóts UMFÍ 50 ára og eldri sett í kvöld

Vinsælast

Í kvöld var Landsmót UMFÍ 50+ 2017 sett í íþróttahúsinu í Hveragerði. Við það tækifæri lék Kvartett Vigdísar Ásgeirsdóttur létt sumarlög og fimleikastúlkur úr Hveragerði sýndu listir sínar. Aðal dagskráliður kvöldsins var keppni í línudansi og var hún jöfn og spennandi en tvö lið skiptu með sér þriðja sætinu. Í lok dagskrár flutti Magnús Þór lag sitt Ísland er land þitt við góðar undirtektir. Hægt er að skoða fleiri myndir með því að smella hér.

-hs.

Dansvinir urðu í öðru sæti og fögnuðu þau árangnum ásamt þjálfara sýnum Óla Geir. Mynd: Helena.
Keppendur í hópnum Brokkolí skiptu þriðja sætinu með félögunum í Flækjufæti. Mynd: Helena.
Danshópurinn Flækjufótur sem einnig lenti í þriðja sæti. Mynd: Helena.

Nýjar fréttir