1.7 C
Selfoss

Fornbílar á Selfossi um helgina

Vinsælast

Fjórtánda landsmótið Fornbílaklúbbsins verður haldið á Selfossi núna um helgina. Helstu liðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur og keyrsla um Selfoss kl. 20:30 sem endar með mótssetningu. Þá verður kjötsúpa BKS á sínum stað.

Að venju verður laugardagurinn helgaður sýningu bíla, kynningum á bílum, markaður með handverk o.fl., „skottmarkaður“ varahluta, vöfflusala, keppni fjarstýrðra bíla o.fl. Grillið verður auðvitað á sínum stað um kvöldið, en þá verður búið að loka svæðinu fyrir gestum.

Sunnudagurinn verður með léttu og rólegu móti, félagar raða upp þeim bílum sem eru á svæðinu og á milli kl. 13:30 og 14:00 verða pylsur grillaðar fyrir félaga og móti síðan slitið formlega kl. 16.

Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað sem hentar þeim um þessa helgi, en áhersla er lögð á að hafa hana fjölskylduvæna eins og venjulega, enda hafa félagar verið taldir til fyrirmyndargesta á Selfossi. Tjaldsvæðið verður allt frátekið fyrir félaga Fornbílaklúbbsins. Í þjónustumiðstöð á tjaldsvæðinu er hægt að fá morgunverðarhlaðborð milli kl. 09:00 og 11:00. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og mótið er að finna á: www.fornbill.is og á www.facebook.com/fornbill/ Mótið er haldið í samvinnu við Árborg.

Nýjar fréttir