1.7 C
Selfoss

Heillaðir af íslenskri náttúru

Vinsælast

Bakpokaferðalangarnir Ryan McAllister og Joseph Rusche frá North Carolina USA sátu og snæddu hádegisverð á tjaldstæðinu í Hveragerði í gær. Þeir sögðust hafa flogið frá Bandaríkjunum til Rómar og tekið þaðan lest til Parísar. Því næst hafi þeir haldið áfram til Írlands þar sem þeir dvöldu í viku. Þeir ætla einnig að ferðast hér um í viku áður en þeir halda heim.

Fyrsti viðkomustaður þeirra var Landmannalaugar og höfðu þeir farið í skipulagða ferð inn á hálendið á svæðið á milli Langjökuls og Hofsjökuls, nokkuð sem þeir munu aldrei gleyma að eigin sögn. Ryan og Joseph segjast alveg heillaðir af náttúrunni sem sé allt öðruvísi en þeir eru vanir og segjast ætla að taka feður sína með í næstu Íslandsferð.

-hs

Nýjar fréttir