8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Opið bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps og íþrótta- og tómstundanefndar

Opið bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps og íþrótta- og tómstundanefndar

0
Opið bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps og íþrótta- og tómstundanefndar
Ástþór Jón Tryggvason.

Nú er ég búsettur í Mýrdalshreppi og því miður er staðan í íþrótta- og tómstundamálum á þeim bænum ekki eins og best væri á kosið. Í sveitarfélaginu er starfandi íþrótta- og tómstundanefnd og hér eru nokkrir punktar um störf hennar.

  1. Á núverandi kjörtímabili hefur íþrótta- og tómstundanefnd fundað fjórum sinnum. Finnst ykkur það boðlegt fyrir málaflokk af þessari stærðargráðu?
  2. Nefndin hefur ekki fundað síðan 6. október, þó svo að tekið hafi verið fram í þeirri fundargerð að boða ætti til fundar í nóvember. Á þessum fundi var bókað „Nefndarmenn eru sammála um að vinna hratt og vel að því að koma ungmennaráði sveitarfélagsins á fót. Stefnt að því að halda aftur fund í byrjun nóvember um málið og í framhaldi þar að kynna niðurstöður nefndarinnar fyrir ungmennum í sveitarfélaginu.” Hvar er fundurinn? Hvar er ungmennaráðið? Hvenær á að kynna okkur ungmennunum þetta? Það er komið á áttunda mánuð án fundar gott fólk.
  3. Sveitarstjórn hefur vísað þremur erindum til afgreiðslu nefndarinnar. Þau bárust 15. desember 2016, 16. febrúar 2017 og 27. apríl 2017. Þrátt fyrir þetta hefur nefndin ekki verið kölluð saman.

Þegar erindi manns fá ekki eðlilega ummfjöllun er fátt eftir annað en að koma þessu frá sér á opnum vettvangi. Hvað er að frétta í þessum málum? Mér þykir þetta ekki vera sæmandi fyrir fólk sem bíður sig fram til þjónustu fyrir sveitarfélagið sitt, að sinna ekki málaflokki eins mikilvægum og þessum.

[Þessu bréfi er beint til:] Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri, Elín Einarsdóttir, oddviti, Ingi Már Björnsson, varaoddviti, Þráinn Sigurðsson, sveitarstjórnarmaður og formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Tryggvi Ástþórsson, sveitarstjórnarmaður og Eva Dögg Þorsteinsdóttir, sveitarstjórnarmaður.

Hvað finnst íbúum Mýrdalshrepps annars?

Með kveðju.

Ástþór Jón Tryggvason.