3.4 C
Selfoss

Menningaveisla Sólheima hefst á morgun

Vinsælast

Menningaveisla Sólheima 2017 hefst á morgun laugardaginn 3. júní kl. 13:00 við Grænu könnuna. Þar munu gestir og hemafólk skoða saman samsýningu vinnustofa í Ingustofu og sýninguna „Hvað hef ég gert“ í Sesseljuhúsi en það er túlkun íbúa Sólheima á vanda hnattrænnar hlýnunar og mögulegum lausnum.

Sólheimakórinn, undir stjórn Bjarka Bragasonar, tekur nokkur lög og hópur leikara úr Ævintýrakistunni syngur undir stjórn Þrastar Harðarsonar í Sólheimakirkju kl. 14:00.

Kaffið húsið Græna kannan og verslunin Vala eru með opið kl 12:00–18:00.

Allir eru velkomnir á Menningarveislu Sólheima. Aðgangur er ókeypis.

Nýjar fréttir