8.9 C
Selfoss

Pílagrímaganga frá Strandakirkju í Skálholt

Vinsælast

Fimm sunnudaga í sumar verður farin pílagrímaganga frá Strandarkirkju í Selvogi heim í Skálholt. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Íslands og Suðurprófastsdæmi ásamt undirbúningsnefnd sveitarfélaga svæðisins.

Göngulag pílagrímsins er með dálítið öðrum hætti en göngumannsins. Eitt er að fara af stað og ganga, en annað er að ganga í gleðisöng pílagrímsins. Þessar ferðir gætu því komið að gangi til að temja sér hugarfar pílagrímsins í henni veröld. Heimamenn mæta pílagrímum og kynna fyrir þeim sögur og sjónardeildarhringinn.

Þátttakendur mæta á einkabílum á áfangastað hverrar göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar þar sem bílarnir bíða. Hægt að fara í stakar ferðir. Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15, fimmtud. fyrir ferð. Hver ferð kostar 9.000 kr. (6.000 kr. fyrir félaga í FÍ). Ferðafélag Íslands heldur utan um skráningu í ferðirnar. Sjá á www.fi.is.

Fyrsta gangan verður 28. maí, Strandarkirkja – Þorlákskirkja.
Lagt af stað með rútu kl. 9:30 frá íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Gengið frá Strandarkirkju um 18 km leið með sjónum sem leið liggur austur í Þorlákshöfn. Fararstjórar verða Edda Laufey Pálsdóttir, Barbara Guðnadóttir, sr. Axel Á. Njarðvík og sr. Halldór Reynisson.

Nýjar fréttir