7.3 C
Selfoss

Vorhugleiðingar Postula

Vinsælast

Nú þegar sólin fer að hækka á lofti og grasið grænkar hægt og rólega birtast fleiri vorboðar úti, og þar á meðal erum við mótorhjólafólk.

Það er ýmsilegt í umferðinni sem við þurfum að varast og oft á tíðum erum við lítil í umferðinni og illsjáanleg, mörg okkar hafa brugðið á það ráð að klæðast sýnileikavestum og er það af hinu góða.

Einnig þurfum bæði við og allir aðrir ökumenn að passa upp á ljósabúnað ökutækja til að við öll sjáumst sem allra best, nýjir bílar sem kveikja bara á LED ljósum að framan og ekki nein ljós að aftan eru ekki skemmtilegir ferðafélagar í rigningu og þoku og jafnvel myrkri, það er okkar allra hagur að hafa ljósin okkar í lagi.

Oft gerist það að ökumenn sjá okkur og misreikna fjarlægð vegna þess hve lítil við virðumst á hjólunum þess vegna er gott máltæki sem umferðarstofa kom með: „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar“.

Við í Postulunum, bifhjólasamtökum Suðurlands, erum að hefja okkar sumarstarf núna þessa dagana og byrjuðum á okkar árlegu afmæliskeyrslu þann 30. apríl, síðan eru vikulegir hjólafundir alltaf á þriðjudagskvöldum kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa á mótorhjólum og þeir sem hafa áhuga á að hjóla með okkur eru velkomnir til okkar og við munum reyna að aðstoða nýliða eins og við mögulega getum. Við erum staðsett í Hrísholti 9.

Þann 11. júni er árleg ferð Postulana og Bifreiðaklúbbs Suðurlands að Geysi í Haukadal. Oft er gaman að sjá þá flóru af hjólum og bílum sem fara af stað í þessa ferð. Þess má geta að öllum mótorhjólaklúbbum er boðið með og oft hafa verið einhverjir tugir hjóla og bíla sem mæta.

Á 17. júní verður krakkakeyrslan eins og áður hefur verið og verður hún aulýst betur þegar nær dregur með öðrum dagskrárliðum í hátíðardagskránni.

Með kærri sumarkveðju og von um gott sunnlenskt sumar.
Stjórn Bifhjólasamtaka Suðurlands Postula.

Nýjar fréttir