4.9 C
Selfoss

Búinn að selja veiðigræjur í 30 ár

Vinsælast

Verslunin Veiðisport á Sel­fossi hélt upp á 30 ára afmæli sitt þriðjudaginn 2. maí sl. Margir veiðiáhuga­menn litu við í versluninni hjá þeim hjón­um Ágústi R. Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur á afmælis­dag­inn, fengu sér kaffi og afmælis­köku og keyptu veiðigræjur.

Þeir Ágúst Morthens og Bjarni Olesen opnuðu verslun­ina í byrjun maí árið 1987 í húsnæði að Eyravegi 35. Fyrstu  árin flutti hún nokkrum sinnum en hefur verið í núverandi hús­næði að Eyravegi 15 í 25 ár.

Í tilefni 30 ára afmælis verslunarinnar Veiðisport færðu þau Steinar, Ester og Guðrún þeim Hrefnu og Gústa eftirfarandi kveðskap:

Þið hafið núna í áratugi þrjá
Þjónustað konur og karla sem þrá
að standa á árbakka dag út og inn
og dreymir um alstærsta dráttinn sinn.
Þeim seljið þið sökkur og áttavita,
stangir og vöðlur og makrílbita,
úrvals greraugu, öngla og spúna
allt gæðavara sem aldrei mun fúna.
Ölát þið útausið vitneskju um veiði
vitið alltaf hvað er á seiði
í ám og vötnum hér og hvar
hver fer í brækurnar ykkar þar?
Vanti einhverja græju eða veiðikort
þá fæst það í VEIÐISPORT.

Nýjar fréttir