2.3 C
Selfoss

Patrekur ráðinn þjálfari meistaraflokks Selfoss

Vinsælast

Handknattleiksdeild Selfoss sendi frá sér fréttatilkynningu seint í gærkvöldi þar sem fram kemur að deildin hefur gert þriggja ára samning við Patrek Jóhannesson um þjálfun meistaraflokks karla á Selfossi.

Patrekur mun einnig verða framkvæmdastjóri handboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands sem deildin rekur.

Patrekur Jóhannesson á langan farsælan feril að baki í handboltaheiminum sem leikmaður hér heima, landsliðsmaður og atvinnumaður erlendis. Hann hefur einnig þjálfað nokkur félagslið hér heima og erlendis. Þá hefur hann verið og er núverandi landsliðsþjálfari Austurríkis.

Nýjar fréttir