6.1 C
Selfoss

Zelsíuz fékk verðlaun fyrir besta flutning í Söngkeppni Samfés

Vinsælast

Söngkeppni Samfés var haldin í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. mars síðastliðinn. Alls tók 31 félagsmiðstöð af öllu landinu þátt og hefur þátttaka sjaldan verið jafn glæsileg.

Karen Hekla Grønli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar Atli Magnússon, Íbera Sophie Marie Dupont og Katrín Birna Sigurðardóttir tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar. Þau voru búin að leggja mikla vinnu í atriðið sitt og fengu verðlaun fyrir besta flutning dagsins með laginu Lost boy. Að sögn dómnefndar leið þeim eins og þau væru mætt á tónleika hjá stórhljómsveit erlendis. Þetta er annað árið í röð sem félagsmiðstöðin Zelsíuz hlýtur verðlaun fyrir frammistöðu sína í keppninni.

Þá má einnig geta þess að hljómsveitin MioTrio úr Grunnskólanum í Hveragerði tók líka þátt og stóð sig vel.

Nýjar fréttir