7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Allt eða ekkert hjá Þórsurum í kvöld

Allt eða ekkert hjá Þórsurum í kvöld

0
Allt eða ekkert hjá Þórsurum í kvöld
Tobin Carberry í leik með Þór gegn Grindavík.

Körfuknattleikslið Þórs í Þorlákshöfn leikur úrslitaleik við lið Grindavíkur í Grindavik í kvöld um það hvort liðið fer áfram í 4-liða úrslit í Domino’s deildinni. Staðan í einvíginu er jöfn hvort lið hefur unnið tvo leiki. Það lið sem vinnur í kvöld heldur áfram í keppninni og mætir liði Stjörnunnar á meðan liðið sem tapar fer í sumarfrí.

Trésmiðja Heimis í Þorlákshöfn býður fríar rútuferðir á leikinn sem hefst kl. 19:15 í Mustad höllinni í Grindavík. Hægt er að skrá sig í ferðina inn á faebook síðu Þórs.

Hamarsmenn unnu Fjölni
Svo má geta þess að Hamarsmenn unnu góðan sigur á Fjölni í fyrra einvígi um laust sæti í Domino´s deildinni 91-101. Var þetta fimmti leikur liðanna. Hamar mætir svo annað hvort Val eða Breiðabliki í hreinni úrslitaviðureign um sæti í Domino’s deildinni. Til að komast alla leið þarf að vinna þrjá leiki.