9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Fréttir Breytingar hjá heilsugæslunni í Laugarási

Breytingar hjá heilsugæslunni í Laugarási

0
Breytingar hjá heilsugæslunni í Laugarási
Heilsugæslustöðin í Laugarási.

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað hjá heilsugæslustöðinni í Laugarási. Sigurjón Kristinsson hefur hafið störf sem yfirlæknir, en aðrir læknar koma að, eins og verið hefur undanfarið. Þann 1.apríl verður opnunartími frá kl. 8 til kl. 16. Fyrsti læknatíminn verður kl. 8:20. Símatímarnir tveir verða á sömu tímum og áður þ.e. kl. 9:00–9:30 og kl. 13:00–13:30. Blóðprufur verða teknar á morgnana frá kl. 8:15 til kl 11. Lyfjaendurnýjun verður hjá ritara kl. 8–9 í síma 432 2020.