0 C
Selfoss
Home Fréttir Stjórn SASS lýsir yfir vonbrigðum vegna lækkunar fjárframlaga til vegamála

Stjórn SASS lýsir yfir vonbrigðum vegna lækkunar fjárframlaga til vegamála

0
Stjórn SASS lýsir yfir vonbrigðum vegna lækkunar fjárframlaga til vegamála

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) samþykkt á stjórnarfundi samtakanna 3. mars sl. eftirfarandi ályktun vegna ákvörðunar um lækkun fjárframlaga til vegamála:

„Stjórn SASS lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að dregið verði úr fjárframlögum til vegamála á landsbyggðinni.
Stjórnin furðar sig enn fremur á að samgönguáætlun, sem fjölmörgum var send til umsagnar og samþykkt var samhljóða á Alþingi í október 2016, skuli meðhöndluð sem alger markleysa. Hvað varð um samráðið og samtalið sem sífellt er boðað?
Stjórn SASS telur að ráðherra og ríkisstjórn fari fram í fullkomnu heimildarleysi með breytingu á forgangsröðun samgönguáætlunar án þinglegrar meðferðar.
Við þetta munu Sunnlendingar ekki una.“