5.6 C
Selfoss

Styrkir veittir úr Líknar- og menningarsjóði Lionsklúbbs Selfoss

Vinsælast

Lionsklúbbur Selfoss veitti styrki úr Líknar- og menningarsjóði klúbbsins við sérstaka athöfn í Selfosskirkju í gær en klúbburinn hefur í gegnum tíðina stutt fjölmörg líknar- og menningarmál í nærsamfélaginu og á landsvísu.

Að þessu sinni voru sjö styrkir veittir til ólíkra verkefna samtals að fjárhæð 1.430.000 kr.

Héraðskjalasafn Árnessinga fékk 100.000 kr. í þrjú ár, 2017, 2018 og 2019, samtals 300.000 kr. til kaupa á búnaði til að taka viðtöl við íbúa/frumbyggja á Selfossi og nágrenni.

Tónsmiðja Suðurlands fékk 130.000 kr. til kaupa á söngkerfi til notkunar í söngkennslu.

Sjóðurinn góð fékk 150.000 kr. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Lionsklúbba, kvennfélaga, kirkjusókna og Rauðakrossdeilda í Árnessýslu.

Heilbrigðissofnun Suðurlands fékk 200.000 kr. vegna hjúkrunnarheimilanna Ljósheima og Fossheima til þess að hjálpa við að taka í notkun slökunar- og skynjunaraðstöðu fyrir heilabilaða einstaklinga.

Sóknarnefnd Selfosskirkju fékk 500.000 kr. til kaupa á myndkerfi til að endurvarpa athöfnum úr kirkjunni í safnaðarheimilið.

Fyrir utan þessa formlegu styrki veittu Lionsklúbbur Selfoss og Lionsklúburinn Emblur 300.000 kr. styrk til umhverfismála vegna 100 ára afmælis Lionshreyfingarinnar. Verkefnið er unnið í samvinnu við sveitarfélagið Árborg og felst í því að koma upp bekkjum og borðum við gönguleiðir á Selfossi.

Einnig var veittur kr. 200.000 styrkur vegna veikinda einstakling.

Lionsklúbburinn var stofnaður í Tryggvaskála 1966 og er því orðinn 51 árs. Einn stofnfélagi er starfandi í klúbbnum en það er Jón Ingi Sigurmundsson. Í dag eru starfandi 34 félagar og starfið bísna öflugt. Sérstaklega hafa fjáraflanir Líknar- og menningarsjóðs tekist vel. Þar er útgáfa Jólablaðsins fremst í flokki. Fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt klúbbinn myndarlega með auglýsingum. Og nú síðustu þrjú árin hið vinsæla Kótilettukvöld sem slegið hefur í gegn og er mjög öflug fjáröflun fyrir Líknar- og menningarsjóðinn.

Nýjar fréttir