8.9 C
Selfoss

Láttu ekki deigan síga, Guðmundur

Vinsælast

Þessa dagana er æft af kappi í Félagsheimilinu í Árnesi leikritið „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur” eftir þær Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur.

Fjöldi leikara og tónlistarmanna taka þátt í sýningunni og er titilhlutverkið í höndum Ingvars Hjálmarssonar. Ásamt honum taka þátt þau Nikulás Hansen, Helga Höeg, Gylfi Sigríðarson, Kristín Bjarnadóttir, Þóra Þórarinsdóttir, Sesselja Hansen, Egill Gestsson, Sigrún Bjarnadóttir, Helga Guðlaugsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Þórdís Bjarnadóttir og Hrafnhildur Jóhanna. Lifandi tónlistarflutningur er í höndum þeirra Þorbjörgar Jóhannsdóttur, Hjartar Bergþórs Hjartarsonar og Karls Hallgrímssonar. Leikstjóri er Vilborg Halldórsdóttir en hún setti síðast upp sýninguna Gaukssögu fyrir UMFG í Árnesi 2011 við góðan orðstír.

Frumsýning verður föstudagskvöldið 10. mars. Þetta er sýning sem enginn vill missa af.

Nýjar fréttir