4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Vegum lokað vegna veðurs

Vegum lokað vegna veðurs

0
Vegum lokað vegna veðurs
Vindaspá Veðurstofunnar eins og hún leit út um hádegisbil í dag.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar kemur fram að í dag megi búast við að færð spillist mjög víða og ekkert ferðaveður verði á landinu.
Þar segir enn fremur að búast megi við eftirfarandi lokunum á vegum:
09:00–18.00 Eyjaföll -LOKAÐ
11:00–18.00 Hellisheiði. -LOKAÐ
11:00–18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. – LOKAÐ
12:00–17:00 Reykjanesbraut og Grindarvíkurvegur- LOKAÐ
12:00–18:00 Hafnarfjall.
09:00–18:00 Kjalarnes – LOKAÐ
13:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekka.
13:00 Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði. – LOKAÐ
Fjarðarheiði, Oddskarð. – LOKAÐ

Á heimasíðu Veðurstofunnar eru eftirfarandi ábendingar frá veðurfræðingi:
Óveðrið er heldur fyrr á ferðinni. Það hefur í för með sér að veður er þegar mjög versnandi á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Blint þar og vaxandi vindur. Á Kjalarnesi skefur og þar verða hviður 35–40 m/s frá hádegi. Hvessir fljótlega austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal og fljótlega hviður þar allt að 40–50 m/s í A-áttinni. Útlit er fyrir að versni á Reykjanesbraut upp úr kl. 12 og þar vindur um 25 m/s þvert á, með hviðum allt að 35–40 m/s samfara krapa og vatnsaga. Á Holtavöruheiði og Bröttubrekku gerir síðan hríðarveður um miðjan dag. Á Austfjörðum mun smámsaman gera stórhríðarveður og  hvessir með skafrenningi austan- og norðaustanlands einnig. Hríðarveður eins á fjallvegum Vestfjarðar þegar kemur fram á daginn. SV-lands má reikna með að það lægi í kjölfar skilanna á milli kl. 16 og 17.

Færð og aðstæður
Snjóþekja er á Reykjanesbraut, hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir og snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Hálka eða snjóþekja er á með Suðausturströndinni.