9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Íþróttir Starfshópur skipaður vegna viðbyggingar íþróttahúss í Þorlákshöfn

Starfshópur skipaður vegna viðbyggingar íþróttahúss í Þorlákshöfn

0
Starfshópur skipaður vegna viðbyggingar íþróttahúss í Þorlákshöfn
Íþróttamannvirki í Þorlákshöfn. Ljósm.: Síung.

Á fundi bæjarráðs Ölfus sem haldinn var 9. febrúar sl. var samþykkt tillaga þess efnis að skipa starfshóp vegna undirbúnings viðbyggingar við íþróttahús í Þorlákshöfn. Starfshópinn skipa Jón Páll Kristófersson, formaður, Þrúður Sigurðardóttir, Hákon Hjartarson, Júlíana Ármannsdóttir og Ragnar Sigurðsson.

Gert er ráð fyrir því að vinnuhópurinn leggi fram þarfagreiningu vegna viðbyggingar og í framhaldi af henni hefjist hönnunarvinna. Hópurinn á að skila niðurstöðum fyrir 1. apríl nk.