3 C
Selfoss

Glæsileg sýning í parafimi í Rangárhöllinni

Vinsælast

Síðastliðið þriðjudagskvöld var keppt í parafimi, nýrri keppnisgrein í Suðurlandsdeildinni hestaíþróttum. Í þessari deild keppa bæði atvinnumenn og áhugamenn. Keppniskvöldið sem haldið var í Ranbgárhöllinni heppnaðist frábærlega og má segja að parafimi sé án efa keppnisgrein sem er komin til að vera.

Eftir hverja glæsisýninguna á fætur annari voru það þau Ólafur Þórisson og Sarah Maagard Nielsen í liði Húsasmiðjunnar og Lena Zielenski og Lea Schell í liði Krappa sem stóðu jöfn. Eftir sætaröðun dómara kom fyrsta sætið í hlut Lenu Zielenski og Leu Schell.

Í liðakeppninni leiðir lið Krappa eftir frábæra frammistöðu. Nóg er þó eftir af stigum í pottinum og mörg lið líkleg til þess að gera atlögu að fyrsta sætinu.

Liðakeppni:
1. Krappi ehf. 157,5
2 stig
2. Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð 150,5
3. Húsasmiðjan 131,5
 stig
4. VÍKINGarnir 118,5
 stig
5. Þverholt-Pula 115 stig
6. 
Árbæjarhjáleiga-Herríðarhóll 111
 stig
7. IceWear 97,5
 stig
8. Heimahagi 85 stig
9. 
Kvistir 66 stig
10. Hlökk ehf 61,5
 stig
11. Hjarðartún 56,5 stig
12. Kálfholt 49,5 stig

 

Heildarniðurstöður:
1. Lena Zielinski Krappi ehf./Prinsinn frá Efra-Hvoli 7,13
 stig
1. Lea Schell Krappi ehf./Eyvör frá Efra-Hvoli 7,13 stig
2. Ólafur Þórisson Húsasmiðjan/Enja frá Miðkoti 7,13
 stig
2. Sarah Maagard Nielsen Húsasmiðjan/Kátur frá Þúfu í Landeyjum 7,13 stig
3.-4. Sigurður Sigurðarson Krappi ehf./Dreyri frá Hjaltastöðum 6,60
 stig
3.-4. Benjamín Sandur Ingólfsson Krappi ehf./Stígur frá Halldórsstöðum 6,60 stig
3.-4. Jóhann Kristinn Ragnarsson Þverholt/Pula Sproti frá Sauðholti 2 6,60
 stig
3.-4. Lisbeth Sæmundsson Þverholt/Pula Klakkur frá Blesastöðum 2A 6,60 stig
5. Vignir Siggeirsson Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð/Hátíð frá Hemlu II 6,50 stig
5. Katrín Diljá Vignisdóttir Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð/Katla frá Hemlu II 6,50 stig
6. Ásmundur Ernir Snorrason Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð/Sóley frá Efri-Hömrum 6,30
 stig
6. Matthías Elmar Tómasson Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð/Austri frá Svanavatni 6,30 stig
7. Hjörtur Magnússon Þverholt-Pula/Þjóðfrá Þverá II 6,17 stig
7. Elín Hrönn Sigurðardóttir Þverholt-Pula Harpa-Sjöfn frá Þverá II 6,17 stig
8.-9. Alma Gulla Matthíasdóttir VÍKINGarnir/Neisti frá Strandarhjáleigu 6,27
 stig
8.-9. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir VÍKINGarnir/Tvistur frá Hveragerði 6,27 stig
8.-9. Guðmunudur Baldvinsson VÍKINGarnir/Þór frá Bakkakoti 6,27
 stig
8.-9 Janita Fromm VÍKINGarnir/Náttfari frá Bakkakoti 6,27 stig
10. Hekla Katharína Kristinsdóttir Árbæjarhjáleiga-Herríðarhóll/Hanna frá Herríðarhóli 6,23
 stig
10. Renate Hannemann Árbæjarhjáleiga-Herríðarhóll/Gáta frá Herríðarhóli 6,23 stig

Nýjar fréttir