-7.1 C
Selfoss

Vel sótt fræðsluerindi hjá 60 ára og eldri

Vinsælast

Vel sótt fræðsluerindi um fjölþætta heilsurækt fólks 60 ára og eldra í Rangárþingi eystra var haldið í Hvolnum á Hvolsvelli í gærkvöldi. Þar flutti m.a. dr Janus Guðlaugsson erindi, farið var yfir grunnmælingar, dagbækur og skráningu og viðveru umsjónarmanna í æfingasal.

Mikill áhugi er á verkefninu og verulega góð þátttaka heimafólks. Rangárþing eystra er fyrsta sveitarfélag landsins sem stígur þetta skref en unnið er með 12 vikna æfingaprógram. Meðalaldur þátttakenda er 71 árs. Elstu þátttakendur eru 81 árs og þeir yngstu 59 ára. Af þeim 62 sem taka þátt eru 21 karl og 41 kona, 49 koma úr þéttbýli og 13 úr dreifbýli.

Þær Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir stýra verkefninu.

Nýjar fréttir