0.6 C
Selfoss

Lið FSu í 8-liða úrslit í Gettu betur

Vinsælast

Lið Fjölbrautaskóa Suðurlands komst í 8-lið úrslit í spurningakeppninni Gettu betur í gærkvöldi. FSu vann þá Framhaldsskólann að Laugum 17-15. Lið FSu skipa þau Jakob, Ísak Þór og Vilborg María. FSu vann Versló í fyrstu umferð 32-17.

Auk FSu komust MA, ME og MH áfram í gærkvöldi. Í kvöld eru seinni viðureignirnar í 2. umferðinni. Þá eigast við FMos – Flensborg, FG – MÍ, Borgó – Kvennó og FAS – MR. Þegar átta lið eru eftir færist keppnin af Rás 2 yfir í Sjónvarpið. Fyrsta viðureignin í 8-liða úrslitum verður föstudaginn 24. febrúar næstkomandi.

Nýjar fréttir