-6.1 C
Selfoss

Haldið upp á Dag leikskólans í Hveragerði

Vinsælast

Haldið var upp á Dag leikskólans á Leikskólanum Undralandi og Leikskólanum Óskalandi í Hveragerði í gær mánudaginn 6. febrúar. Af því tilefni unnu leikskólarnir samvinnuverkefni. Börnin notuðu verðlaust efni og bjuggu til vindhörpu. Listaverkin voru síðan hengd upp í Smágörðunum við Hótel Örk. Börnin af báðum leikskólunum hittust og sungu þrjú lög, Krummi Krunkar úti, Nú er frost á fróni og Í leikskóla er gaman. Eftir það héldu allir aftur til baka og héldu áfram að leika og skapa góðar minningar.

Nýjar fréttir