1.7 C
Selfoss

Karitas Harpa vann The Voice söngkeppnina

Vinsælast

Karitas Harpa Davíðsdóttir frá Selfossi vann í gærkvöldi söngkeppnina The Voice Ísland en hún hefur farið fram í Sjónvarpi Símans undanfarið. Keppnin hófst á haustmánuðum og undanfarnar vikur hefur keppendum fækkað á hverju föstudagskvöldi.

Fjórir kepptu til úrslita í gær og komust tvö áfram og kepptu til úrslita. Það voru þau Karitas Harpa og Arnar Dór. Síðara lag Karitasar Hörpu var My love með Sia og tókst flutningurinn frábærlega. Karitas Harpa var að vonum mjög ánægð þegar úrslitin lágu fyrir. Sigurlaunin voru m.a. utanlandsferð og stúdíótímar sem hún mun örugglega nýta sér.

Nýjar fréttir