-7 C
Selfoss

Lionsklúbburinn styrkti Leikfélagið í Hveragerði

Vinsælast

Þann 27. janúar sl. afhenti Lionsklúbbur Hveragerðis Leikfélaginu í Hveragerði fjárstyrk í tilefni 70 ára afmælis þess síðarnefnda. Var það gert í lok frumsýningar verksins Naktir í náttúrunni (Full Monty).

Sögusviðinu í leikritinu hefur verið breytt og snýr að Hveragerði og atvinnulausum félögum sem voru meðal annars að vinna við garðyrkju og fléttast þarna inn í sýninguna t.d. Eden, heilsuhælið, tívolíið og auðvitað garðyrkjan. Félagar Lionsklúbbs Hveragerðis nutu frumsýningar Leikfélagsins síðastliðinn föstudag og mæla heilshugar með sýningunni.

Nýjar fréttir