10 C
Selfoss
Home Fréttir Harður árekstur á Biskupstungnabraut

Harður árekstur á Biskupstungnabraut

0
Harður árekstur á Biskupstungnabraut

Harður árekstur varð laust fyrir klukkan þrjú í dag á Biskupstungnabraut við afleggjarann að Búrfellsvegi og var Biskupstungnabrautin lokuð um tíma. Vegfarendum var bent á að aka um Þingvallaveg og Laugarvatnsveg.

Á mbl.is kemur fram að sjö voru flutt­ir á slysa­deild Land­spít­al­ans eft­ir slysið. Fram kemur að einn hafi verið nokkuð slasaður, að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­landi, sem sagði að fólkið væri í mis­mun­andi ástandi.

Tveir jepp­ar lentu í árekstri við af­leggj­ar­ann. Ökumaður þriðja bíls­ins, sem var einn í bíln­um, kom þá aðvíf­andi en tókst að aka út af til að af­stýra stærra slysi.