1.1 C
Selfoss

Tvær fjölskyldur komnar í Hveragerði og á Selfoss

Vinsælast

Tvær fjölskyldur flóttamanna frá Sýrlandi komu til landsins í gær en þær verða búsettar í Hveragerði og á Selfossi. Alls voru þetta fjórtán manns og af þeim voru börn í meirihluta. Fjölskyldurnar eru hluti af hópi flóttamanna sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita hæli.

Á vef RÚV kemur fram hjá Lindu Rósu Alfreðsdóttur, sérfræðingi hjá velferðarráðuneytinu, að fólkið hafi verið í flóttamannabúðum í Líbanon í þrjú ár. Linda Rósa hitti fólkið í nóvember sl. og þá fékk það ýmis konar fræðslu um lífið á Íslandi.

Fólkið kom í Hveragerði og á Selfoss í gærkvöldi og var tekið vel á móti því af nágrönnun, fulltrúum Rauða krossins og sveitarfélaganna. Von er á þriðju fjölskuldunni austur í lok mánaðarins. Í henni eru sjö manns.

Þess má einnig geta að á mánudaginn skrifuðu Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags-og jafn­rétt­is­málaráðherra, Al­dís Haf­steins­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hvera­gerðis, og Ásta Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar, und­ir samn­ing um mót­töku fólks­ins.

Nýjar fréttir