11.7 C
Selfoss

Styrkir veittir úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands

Vinsælast

Þann 10. janúar sl. fór fram árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs. Fundurinn fór að venju  fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands að viðstöddum forseta Íslands og rúmlega fimmtíu gestum, sem komu víðsvegar að af Suðurlandi.

Hefð hefur verið fyrir því á hátíðarfundum að fá kynningu á einhverju verkefni, sem sjóðurinn hefur styrkt. Þetta árið var það Guðmundur Örn Sigurðsson styrkhafi frá 2014, sem kynnti sitt áhugaverða verkefni; Jarðskjálftasvörun vindmylla í nærsviðs nágrenni.
Sveinn Aðalsteinsson stjórnarformaður sjóðsins fór yfir niðurstöðu dómnefndar sjóðsins og gerði grein fyrir niðurstöðum. Sjóðurinn ákvað að þessu sinni að styrkja tvö verkefni um samtals 1.200.000 kr. Styrkhafar sjóðsins 2016 eru:
•    Aldís Erna Pálsdóttir vegna doktorsverkefnisins;
Áhrif breytinga á landnotkun á vaðfuglastofna.
•    Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttur sameiginlega vegna mastersverkefnisins;Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum. Það var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti styrkina.

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands hefur styrkt fjölmörg rannsóknarverkefni sem öll eiga það sameiginlegt að snúa að einhverju leyti að Suðurlandi.  Þannig hefur sjóðurinn með stuðningi samfélagsins átt þátt í að búa til nýja og hagnýta þekkingu fyrir Suðurland.
Að Vísinda- og rannsóknarsjóði  Suðurlands standa Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi og Háskólafélag Suðurlands.  Fjármögnun sjóðsins fer þannig fram að félög, stofnanir og fyrirtæki á Suðurlandi styrkja sjóðinn með árlegu framlagi.

Eftirfarandi eru styrktaraðilar sjóðsins:
Mýrdalshreppur
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti
Félag iðn- og tæknigreina FIT
Verslunarmannafélag Suðurlands
Félag opinberra starfsmanna
Dvalarheimilið Ás
Flóahreppur
Ásahreppur
Sveitarfélagið Árborg
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Samband sunnlenskra kvenna
Háskólafélag Suðurlands
Sveitarfélagið Ölfus
Hekluskógar
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Arionbanki
Suðurlandsskógar
Hveragerðisbær

Nú árið 2017 er að hefjast nýtt þriggja ára tímabil styrktaraðila og hafa nær allir ofangreindir aðilar ákveðið að halda áfram að styrkja sjóðinn. Nú er opnað á að fleiri geti orðið styrktaraðilar sjóðsins. Um tuttugu aðilum hefur verið boðið sérstaklega að taka þátt en í raun er þetta opið og hvaða fyrirtæki, stofnun eða félagasamtök geta óskað eftir því að fá að vera styrktaraðili.

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi er vörsluaðili sjóðsins og þeir sem áhuga hafa á því að gerast styrktaraðli geta haft samband í síma 560 2030 eða á netfangið: fraedslunet@fraedslunet.is.
Eyjóflur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins

Nýjar fréttir