3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Kona sem fór í sjóinn við Reynisfjöru bjargaðist

Kona sem fór í sjóinn við Reynisfjöru bjargaðist

0
Kona sem fór í sjóinn við Reynisfjöru bjargaðist

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út laust eftir klukkan 13 í dag vegna konu sem fór í sjóinn í Kirkjufjöru vestan Reynisfjöru. Björgunarsveitafólk kom á staðinn og Þór, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum, hélt að Reynisfjöru ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Mikil alda var í fjörunni og erfitt um vik fyrir björgunarsveitafólk. Konan fannst fyrir skömmu vestast í Reynisfjöru, skammt frá þeim stað sem hún féll í sjóinn. Hún er nú á leið með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu er ekki hægt að greina frá líðan konunnar að svo stöddu.