Fyrsti snjórinn fallinn í Hrafntinnuskeri

Ferðafélag Íslands birti mynd á Facebook-síðu sinni í gær með orðunum að þar sé kominn fyrsti snjórinn í Hrafntinnuskeri. Myndin er heldur drungaleg og minnir okkur á að vetur konungur er ekki langt undan.