Svanhildur Jónsdóttir, deildarstjóri fjárfestinga rafveitu hjá Veitum, var nýverið endurkjörin formaður LeiðtogaAuðar, en aðalfundur deildarinnar átti sér stað nú á dögunum. Þetta er þriðja árið í röð sem Svanhildur gegnir starfinu.
Samhliða Svanhildi var ný stjórn kjörin fyrir starfsárið 2025-2026. Þetta er 25 ára afmæli deildarinnar. LeiðtogaAuður er sérstök deild innan FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Tilgangur félagsins er að efla stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi og stuðla að fjölgun kvenna í stjórnarhlutverkum og rekstri.
Dagskráin tók viðtal við Svanhildi fyrir tveimur árum sem má lesa hér:
https://www.dfs.is/2023/06/22/griptu-taekifaerid-og-segdu-ja/

