0 C
Selfoss

Þvagfæraskurðlæknir hefur störf á HSU á Selfossi

Eiríkur Orri Guðmundsson þvagfæraskurðlæknir. Mynd: Aðsend.

Þvagfæraskurðlæknirinn og Selfyssingurinn Eiríkur Orri Guðmundsson hefur hafið störf á HSU á Selfoss.

Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1990 og hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1999. Hann hlaut sérfræðiréttindi í þvagfæraskurðlækningum árið 2005. Eiríkur Orri starfaði í Karlskrona í Svíþjóð 2002-2006 og við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum 2006-2012, síðasta árið sem yfirlæknir þvagfæraskurðdeildar í Uppsölum. Hann starfaði sem þvagfæraskurðlæknir á Landspítala 2012-2023 auk þess að reka læknastofu í Læknastöðinni Glæsibæ frá 2013. Hann hefur áralanga reynslu í þvagfæraskurðlækningum, rannsóknarvinnu, kennslu og stjórnun.

Nýjar fréttir