0 C
Selfoss

Núvitundarnámskeið og nýr heilsunuddari á Selfossi

Nýlega flutti á Selfoss heilsunuddarinn og núvitundarleiðbeinandinn Gunnar L. Friðriksson. Hann hefur um árabil haldið nuddnámskeið fyrir almenning og heilbrigðisstarfsmenn um allt land. Námskeiðin eru haldin vikulega þar sem kennd eru grunntökin í nuddi sem gerir fólki fært að nudda vini og vandamenn.

Gunnar hefur einnig haldið núvitundarnámskeið ásamt eiginkonu sinni Helenu Bragadóttur geðhjúkrunarfræðingi frá árinu 2010. Námskeiðin hafa verið haldin í Hugleiðslu og friðarmiðstöðinni fyrir almenning, Ljósinu, fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og hjá ýmsum stéttarfélögum. Þetta námskeið er nú í boði á Selfossi ásamt nuddnámskeiði og byrja námskeiðin um miðjan október.

Hægt er að kynna sér námskeiðin betur á Facebook undir Dao Nudd eða Núvitund eða fá upplýsingar í síma 8220727. Verið er að gera breytingar á heimasíðunni www.dao.is en hægt að nálgast upplýsingar um Gunnar og námskeiðin þar.

Nýjar fréttir