1.7 C
Selfoss

Gengið í kringum miðbæ Selfoss

Menningarganga á Selfossi verður haldin í tólfta sinn laugardaginn 6. ágúst. Mæting við Tryggvaskála klukkan 16.00. Gengið verður niður Eyraveg og inn Kirkjuveg undir leiðsögn Björns Inga Gíslasonar. Inn hluta Sunnuvegar undir leiðsögn Sigurðar Boga Sævarssonar, út aftur inn á Engjaveg þar sem Erla og Haddi taka við áður en Sigurður Bogi leiðsegir aftur á hinum hluta Sunnuvegar en þar eru framkvæmdir sem takmarka. Inn Sigtúnið þar sem Böðvar Guðmundsson leiðir okkur og endum við burstabæ Fúsa Kristins við Bankaveg í sögum, kleinum og kaffi. Stjórnandi tólftu menningargöngunnar er Kjartan Björnsson.

Nýjar fréttir