6.1 C
Selfoss

Fjölskyldur í forgang

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og þar læra börnin á skapandi hátt og í gegn um leikinn allt milli himins og jarðar, ekki síst að vinna saman.

Sveitarfélögin bera meginábyrgð á skólahaldi, bygging og rekstur leikskóla er í umsjón sveitarfélaga og þeim er skylt að tryggja börnum dvöl á leikskóla.

Að byrja að búa, leigja eða kaupa sér húsnæði er kostnaðarsamt fyrir ungar fjölskyldur, einkum þær sem eru með börn á leikskólaaldri. Samkvæmt gjaldskrá Hveragerðisbæjar er leikskólagjaldið fyrir 8 tíma 29.270.- krónur á mánuði. Þetta samsvarar greiðslu á umþb 10 milljóna króna íbúðarláni og það munar svo sannarlega um minna.

Framsókn í Hveragerði vill stefna að því að létta undir með barnafjölskyldum og hafa 6 tíma leikskóladvöl gjaldfrjálsa á dag. Stefnt er að því að gera þetta í skrefum í samvinnu við leikskólana í Hveragerði og með því að innleiða nýja gjaldskrá.

Einnig þarf að hraða uppbyggingu leikskóla í Hveragerði til að standa við þau fyrirheit að öll börn fái leikskólapláss við 12 mánaðar aldur. Komist barn ekki inn á leikskóla við 12 mánaða aldur eins og stefnt er að mun fjármagn fylgja barni fram að úthlutun á leikskólaplássi.

Til viðbótar þessum aðgerðum viljum við hækka frístundarstyrkinn strax í 50.000 krónur til að gera öllum börnum og unglingum kleift að geta tekið þátt í uppbygglegu frístundastarfi.

Allt kostar þetta pening, en við teljum að þessum fjármunum sé vel varið.  Með þessu náum við frekar að laða að ungt fólk í samfélagið með því að gera Hveragerði barnvænt samfélag.

Við í Framsókn leggjum áherslu á að hagsmunir barna séu í fyrirrúmi.

Halldór Benjamín Hreinsson framkvæmdastjóri og skipar 2. sæti lista Framsóknar í Hveragerði.

Nýjar fréttir