1.7 C
Selfoss

Matarkista Suðurlands í Árborg – Miðstöð matarfrumkvöðla og heimavinnslu

Haustið 2026.

Stöðug umferð er í gegnum deilieldhús Árborgar þar sem bændur hafa tækifæri til heimavinnslu í vottuðu eldhúsi.

Eftir að deilieldhúsið reis, fullbúin matvælavinnsla sem hægt er að leigja brot úr degi eða heilan dag hefur verið stöðug umferð fólks, bænda og frumkvöðla sem vilja framleiða fjölbreytta vöru úr eigin hráefni inn á heimamarkað, bændamarkaði og í verslanir.

Vöruúrval úr sunnlensku hráefni hefur stóraukist fyrir almenning á Suðurlandi. Tilkoma deilieldhússins aðstoðaði marga sem gengu með stórar hugmyndir í maganum en vantaði aðstöðu til að þróa og framleiða vörur sínar þar sem dýrt er og oft flókið að setja upp eigin matvælavinnslu safna tilskyldum leyfum til sölu og framleiðslu.

Deilieldhúsið gaf þeim tækifæri, fólkinu, frumkvöðlunum sem vantaði aðstöðuna.

Framtíðarsýnin hér að ofan er í seilingarfjarlægð og getur auðveldlega orðið raunveruleg.

Með því að skapa aðstöðu fyrir frumkvöðla í matvælaiðnaði, fyrir fólk sem vill auka heimavinnslu og selja beint frá býli, fyrir smáframleiðendurna og fólkið sem framleiðir árstíðabundna vöru, þá búa stefnumál okkar í Áfram Árborg til tækifærin sem svo mikill vöntun er á í dag.

Aðstaðan fyrir matvælafrumkvöðla, ásamt öflugu samstarfið við Orkídeu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunnar, Samtaka sunnlenskra sveitafélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matvælaráðuneytisins mun stórauka verðmætasköpun á Suðurlandi og greiða veg fyrir orkutengd tækifæri. Eins styðjum við þannig með öflugum hætti við nýsköpun hér á Suðurlandi.

Með styrkingu nýsköpunnar við nýtingu grænnar orku leggjum við áherslu á að Árborg verði leiðandi sem umhverfisvænt samfélag.

Það er erfitt að vera frumkvöðull í matvælaiðnaði, það er dýrt, þarf oft mikla yfirbyggingu, mörg leyfi til að koma vöru á markað og samkeppnin er gríðarleg.

Opnum á tækifærin sem eru fólgin í mannauðinum og náttúru Suðurlands og búum til nýsköpunarkjarna í Árborg þar sem matvælaframleiðendur raungera hugmyndir sínar.

Styrkjum stoðir nýsköpunar og matvælaframleiðslu í Árborg í dag. Næsta ár kemur fyrr en margan grunar og því má segja að:

Framtíðin er núna!

Axel Sigurðsson
Búfræðingur, matvælafræðingur og skipar 2. sæti Áfram Árborgar

Random Image

Nýjar fréttir