6.1 C
Selfoss

Framsókn í Árborg treystir unga fólkinu!

Gísli Guðjónsson
Gísli Guðjónsson

Það er engu logið þegar sagt er að Framsókn í Árborg sé tilbúinn til þess að treysta ungu fólki til áhrifa. Ég er 32 ára gamall og skipa þriðja sæti þess lista þar sem ég er umkringdur, metnaðarfullu, orkumiklu og skemmtilegu fólki sem tilbúið er að láta gott af sér leiða samfélaginu öllu til heilla.

Ég er fæddur og uppalinn á Selfossi og ber því miklar taugar til sveitarfélagsins. Hér bý ég ásamt unnustu minni og tveggja ára dóttur og brenn fyrir því að fá að móta samfélagið til framtíðar. Lengi má gott bæta og það er sannarlega það sem við í Framsókn ætlum að gera.

Málefnafundir voru haldnir í síðustu viku á Eyrarbakka, Stokkseyri og á Selfossi. Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem mættu á þá fundi og deildu með okkur skoðunum sínum á því sem á þeim brann. Næstu daga munum við segja frá okkar helstu baráttumálum sem við erum svo sannarlega stolt af.

Með von um góð samskipti við kjósendur, heiðarlega kosningabaráttu og páskakveðju.

Gísli Guðjónsson, skipar 3.sæti á lista Framsóknar í sveitarfélaginu Árborg.

 

Nýjar fréttir