-2.5 C
Selfoss

Bókafóður á Bakkanum

Vinsælast

Í vel geymdu leyndarmáli sem kallast Sessrúmnir á Eyrarbakka var fyrirlestur á vegum Konubókastofu. Þar voru fjöldi saman kominn til að hlýða á dagskrána. Harpa Rún Krstjánsdóttir, skáld og bóndi, flutti afar áhugaverðan fyrirlestur um Guðrúnu frá Lundi. Fyrirlesturinn byggir á BA ritgerð hennar um geðveikt sveitasamfélag í skáldsögunum Dalalífi og Ljósu. Óhætt er að segja að Harpa hafi farið á kostum við lýsingar á veröld kvenna á árum áður eins og hún birtist í bókunum. Þá las hún upp úr nýútkominni ljóðabók sinni Eddu. Þá kom Bókaútgáfan Bókabeitan og kynnti efni sitt og þær bækur sem koma út hjá þeim á árinu, en afar fjölbreytt efni kemur frá þeim af vönduðum barnabókum sem vert er að kynna sér.

 

Nýjar fréttir