0.6 C
Selfoss

Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga 50 ára

Vinsælast

Dagana 24. og 25. október fór fram Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Þingið fór fram á Hótel Geysi og var vel sótt. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fluttu ávörp og Nói Mar Jónsson og Sólmundur Sigurðarson frá Ungmennaráði Suðurlands kynntu umræður sem fram hafa farið á vettvangi unga fólksins á Suðurlandi. Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðamaður stýrði pallborðsumræðum þar sem umfjöllunarefnið var: Hvað hefur gerst og hvar verðum við 2050? Eva Björk Harðardóttir formaður SASS  fór yfir starf samtakanna á liðnum árum og í framhaldinu var farið yfir það hvar við verðum eftir 30 ár og hvernig við kæmumst þangað. Kom fram að sennilega kæmi til fækkunar sveitarfélaga og þyrfti að skoða hlutverk landshlutasamtaka í því samhengi.Við sem samfélag þyrftum að átta okkur á að oft erum það við sem tefjum breytingarnar. Kannski verði breytingarnar miklar og kannski litlar, en fólkið spili stóran þátt í hvernig þróunin verði. Mikilvægt sé að átta sig á tækifærunum um leið og byggja þurfi á sjálfbærni. Mikil tækifæri séu til staðar hvað varðar menntun og atvinnu. Störfum muni fækka eða þau breytast og verða önnur en þau eru í dag. Störfum án staðsetningar muni á hinn bóginn fjölga. Ungt fólk hafi mikinn áhuga á að búa í litlum og meðalstórum sveitarfélögum en tækifæri til menntunar og atvinnu þurfi að vera til staðar. Tækifæri felist einnig í nýsköpun í matvælaframleiðslu bæði á landi og láði. Einnig séu tækifæri fólgin í fjölmenningunni, m.a. á þann hátt að aðfluttir sjái hlutina með öðrum augum en þeir sem fyrir eru.

 

 

Nýjar fréttir