Föstudagurinn þrettándi

Ýmis hjátrú er tengd föstudeginum 13. Sem er einmitt í dag. Á Vísindavef Háskólans má finna fróðlega grein um málið. Reyndar má segja að það sé kannski talan 13 sem sé óhappaatriðið í þessu máli en það eru auðvitað bara vangaveltur.

„Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni til þrisvar sinnum á ári. Á þessum degi eru margir svo óttaslegnir að þeir mæta ekki til vinnu og margir geta ekki hugsað sér að halda brúðkaup þennan dag. Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu sleppt. Í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu. Engum sögum fer þó af því að umferðarslys séu algengari þar en annars staðar. Þekkt er að í sumum hótelum og öðrum byggingum sé þrettándu hæðinni sleppt, það er að segja á eftir tólftu hæðinni kemur sú fjórtánda. Vitaskuld er fjórtánda hæðin þó í raun sú þrettánda.“

Séu menn ekki vissir um að það sé föstudagur í dag má kynna sér málið á erfostudagur.is.