Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi í fyrsta sinn á Selfossi

Mynd: Aðsend.
Mynd: Aðsend.

Hin árlega dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi – Milljarður rís fer fram í íþróttahúsinu IÐU þann 14. febrúar næstkomandi milli kl.12:15-13. Það er í fyrsta sinn sem þessi viðburður er haldinn á Selfossi. Milljarður rís er viðburður sem haldinn er víða um heim þar sem rúmur milljarður fólks dansar fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

Það er ömurleg staðreynd að konur um allan heim þurfa að þola óþolandi ofbeldi. Við mjökumst þó hægt og rólega í rétta átt og það verður ljósara með hverjum deginum að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið.

Fólk er hvatt til að næla sér í nýju FO-húfuna fyrir viðburðinn en hún fæst hér og í verslunum Vodafone. Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og gefum ofbeldi fingurinn enn einu sinni!Á samfélagsmiðlum er átakið undir #milljarðurrís