FSu komst áfram í Gettu betur. ML keppir í kvöld

Mynd: ruv.is.
Mynd: ruv.is.

Fjölbrautarskóli Suðurlands komst áfram í spurningaþættinum Gettu betur. Lið Menntaskólans á Egilsstöðum hélt forystu framan af keppninni. Lið FSu tók svo hressilega við sér og tók fram úr liði ME. Keppninni lauk með 19 stigum á móti 16 stigum ME.

Næsta keppni hjá FSu fer fram næstkomandi mánudag og þriðjudag.

Rétt er að benda á að í kvöld mun lið Menntaskólans á Laugarvatni keppa við Fjölbrautarskólann í Breiðholti.