Jólaljósin tendruð á jólatrénu í Tryggvagarði á Selfossi

Nemendur úr grunn- og leikskólum Árborgar voru saman komin nú í morgunsárið í Tryggvagarði á Selfossi. Börnin létu nístingskuldann ekki á sig fá og sungu jólalög við undirleik og söng Geirs Guðmundssonar og Fannars Freys Magnússonar. Kveikt var á trénu eftir nokkur jólalög. Viðstaddir voru fljótir að taka höndum saman og dansa sér til hita í kringum tréð og syngja jólalög.