Sigurður Ingi ræddi hugmyndir um vegtolla

F.v.: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, Ingibjörg Sigmundsdóttir, fundrastjóri, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis.
F.v.: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, Ingibjörg Sigmundsdóttir, fundrastjóri, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis.

Á fimmtudag í síðustu viku var haldinn opinn haldinn fundur í Hveragerði um samgöngumál á Suðurlandi. Á fundinum var m.a. rætt um breytingar á umferðarlögum og vegaframkvæmdir, ásamt göngustígum og reiðstígum. Einnig var talsvert rætt um Ölfusárbrúnna. Gestir fundarins voru Sigurður Ingi Jóhannssn, samgönguráðherra, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis.

Það sem helst vakti athygli á fundinum voru ummæli Siguðar Inga um vegtolla. Sú umræða hefur skilið vakið upp spurningar um hvort ekki þurfi að fara af stað með almenna og opna umræðu um jafn stóra samfélagsbreytingu og hér um ræðir. Fundarmönnum fannst að hún ætti að vera ópólitísk eins og nokkur kostur er.