SASS vinnur að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, hafa samþykkt að að gera umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er samráð um skilgreiningu viðfangsefna með íbúum og hagsmunaaðilum á Suðurlandi. Haldnir verða sjö samráðsfundir á Suðurlandi, þeir verða á eftirtöldum stöðum; Hveragerði, Hellu, Flúðum, Vestmannaeyjum, Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn nú í ágúst og september, 2018. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu í Dagskránni (vefblað hér)

Ráðgjafafyrirtækið Alta mun hafa yfirumsjón með samráðsfundunum. Fyrirtækið mun sjá um skipulag og samantekt á því sem fram kemur. Áætlað er að niðurstöðurnar verðir tilbúnar fyrir ársþing SASS 2018.

Tilgangur verkefnisins er að tryggja heilbrigð vistkerfi og að ekki verði farið fram úr þolmörkum Suðurlands. Umhverfis- og auðlindastefnan nýtist í aðalskipulögum sveitarfélaganna og mögulega fyrir svæðisskipulag Suðurlands eða hluta þess í framtíðinni. Stefnan lýsir hvernig skal hátta vernd og nýtingu út frá tilteknum umhverfisþáttum s.s. m.t.t. umgengni, framkvæmda, málsmeðferða, forgangsröðun og fræðslu.

Heimasíða verkefnisins er hér.