Allt að verða tilbúið fyrir opnun Ölfusárbrúar

Verið að bleyta nýsteypt brúargólfið.

Allt kapp er lagt á að gera Ölfusárbrú klára fyrir opnun nú í hádeginu. Búið er að fjarlægja dúka sem voru yfir steypunni meðan hún var að harðna. Verið var að bleyta nýsteypt brúargólfið þegar blaðamann bar að. Ekkert er eftir nema að fjarlægja búnað, sinna frágangsvinnu og gera hörkupróf á steypunni áður en hægt er að hleypa umferð á brúna aftur.